Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 19:00 Fulltrúar á Barnaþingi ályktuðu um allt milli himins og jarðar eins og fram kemur í nýrri skýrslu um þingið. Vísir/Vilhelm Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum