Superligan af stað og Kaupmannahöfn heldur EM Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 19:30 Jón Dagur Þorsteinsson og Patrick Mortensen fagna en leikmenn AGF eru væntanlega glaðir að boltinn fari aftur að rúlla, eðlilega, í Danmörku. vísir/getty Danskir knattspyrnuunnendur fengu tvær góðar fréttir í kvöld. Danska úrvalsdeildin getur farið aftur að rúlla og þeir fjórir leikir sem áttu að fara á EM 2020 verða áfram þó að mótið hafi verið fært aftur um eitt ár. Forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, staðfesti í kvöld að efstu tvær deildirnar í Danmörku gæti hafið leik frá og með deginum í dag en í dag var tilkynnt um hvað myndi opna í Danmörku á næstu dögum og vikum. Engir áhorfendur verða á leikjunum en liðin fá nú að æfa eðlilega frá og með morgundeginum. Reiknað er með að fyrsti leikurinn fari svo fram þann 29. maí en tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og svo tekur við úrslitakeppni. Vi er tilbage! #ksdh #ultratwitteragf https://t.co/uH8OHxB8zM— AGF (@AGFFodbold) May 7, 2020 Þetta voru ekki einu góðu fréttirnar fyrir Danina í dag því skömmu síðar var tilkynnt að Kaupmannahöfn mun áfram vera ein af borgunum þar sem EM 2021 í knattspyrnu fer fram. Eftir að mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirunnar var óvíst hvort að borgin gæti haldið mótið því einnig næsta sumar fer fram hjólreiðakeppnin Tour de France í borginni. Nú hafa allir málsaðilar hins vegar komið að þeirri niðurstöðu að hægt verður að halda báðar keppnir í Danmörku og því munu Danirnir áfram spila alla sína leiki í riðlinum á þjóðarleikvanginum, Parken. EM på hjemmebane er i hus! Sommeren 2021 bliver en kæmpe sports-sommer med både EM i fodbold og Tour de France i Danmark #ForDanmark #EURO2020 @fbbillederdkhttps://t.co/Jlva97Szt9— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) May 7, 2020 EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Danskir knattspyrnuunnendur fengu tvær góðar fréttir í kvöld. Danska úrvalsdeildin getur farið aftur að rúlla og þeir fjórir leikir sem áttu að fara á EM 2020 verða áfram þó að mótið hafi verið fært aftur um eitt ár. Forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, staðfesti í kvöld að efstu tvær deildirnar í Danmörku gæti hafið leik frá og með deginum í dag en í dag var tilkynnt um hvað myndi opna í Danmörku á næstu dögum og vikum. Engir áhorfendur verða á leikjunum en liðin fá nú að æfa eðlilega frá og með morgundeginum. Reiknað er með að fyrsti leikurinn fari svo fram þann 29. maí en tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og svo tekur við úrslitakeppni. Vi er tilbage! #ksdh #ultratwitteragf https://t.co/uH8OHxB8zM— AGF (@AGFFodbold) May 7, 2020 Þetta voru ekki einu góðu fréttirnar fyrir Danina í dag því skömmu síðar var tilkynnt að Kaupmannahöfn mun áfram vera ein af borgunum þar sem EM 2021 í knattspyrnu fer fram. Eftir að mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirunnar var óvíst hvort að borgin gæti haldið mótið því einnig næsta sumar fer fram hjólreiðakeppnin Tour de France í borginni. Nú hafa allir málsaðilar hins vegar komið að þeirri niðurstöðu að hægt verður að halda báðar keppnir í Danmörku og því munu Danirnir áfram spila alla sína leiki í riðlinum á þjóðarleikvanginum, Parken. EM på hjemmebane er i hus! Sommeren 2021 bliver en kæmpe sports-sommer med både EM i fodbold og Tour de France i Danmark #ForDanmark #EURO2020 @fbbillederdkhttps://t.co/Jlva97Szt9— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) May 7, 2020
EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira