Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 19:24 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Mynd/Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“