Sóttkví komi ekki niður á fjárhag fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 3. mars 2020 12:10 Fólk sem hefur ferðast um hættusvæði eins og Ítalíu hefur verið beðið um að halda sig heima í fjórtán daga. Deilt er um hvort þeir sem það gera án þess að veikjast sjálfir eigi rétt á veikindaleyfi á meðan. Vísir/Vilhelm Áhyggjur af fjárhag heimilisins mega ekki letja fólk í að verða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna greinir á um hvort fólk sem fer í sóttkví en veikist ekki sjálft á rétt á veikindaleyfi á meðan. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks sem hefur ferðast um skilgreind hættusvæði vegna kórónuveirunnar eins og Ítalíu að það haldi sig heima í fjórtán daga. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í þannig sóttkví á Íslandi og hafa níu smit verið staðfest. Alþýðusamband Íslands, VR og Sameyki lýstu þeirri afstöðu sinni í gær að þeir sem gangast undir slíka sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar en eru ekki smitaðir sjálfir eigi veikindarétt í skilningi kjarasamninga. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, var á öndverðum meiði. Hann sagði þá sem þyrftu í sóttkví hafa lögmæta fjarveru en að aðeins þeir sem veiktust ættu rétt á launum á meðan. Sjá einnig: Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að haft hafi verið samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þeir hafi verið upplýstir um stöðuna sem er og þá sem getur orðið. „Við reiðum okkur á að ábyrgir aðilar taki ábyrga ákvörðun. Ég trúi ekki öðru en að þannig fari það,“ segir hann við Vísi. Spurður að því hvort að það geti ekki grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að fólk sem gæti verið smitberar haldi sig heima að það þurfi að gera það launalaust segir Kjartan Hreinn að það sé að sjálfsögðu ekki gott ef fólk hættir við að fara í sóttkví í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. „Fólk má ekki mikla fyrir sér að fara í sóttkví og það má ekki koma niður á fjárhag fólks. Við viljum ekki að það verði meiriháttar kvöð að fara í sóttkví,“ segir hann. Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir geti hins vegar ekki handstýrt því sem gerist á vinnumarkaði enda sé það ekki sérsvið þeirra. Kjartan Hreinn ítrekar þó að ekki megi vera neikvæður hvati sem letur fólk til að fara í sóttkví. Gæti komið til kasta félagsdóms Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, er ósammála túlkun Samtaka atvinnulífsins og telur fólk sem fer í sóttkví eiga rétt á launum í veikindum. „Ég lít svo á að þetta séu ekki einhvers konar hamfarir eins og jarðskjálfti eða eldgos heldur fyrst og fremst læknisfræðileg ráðgjöf sem fólk er að fylgja með því að mæta ekki í vinnu,“ segir Lára en Davíð frá SA líkti því að vera í sóttkví vegna kórónuveiru við það að komast ekki í vinnu vegna ófærðar. Telur Lára afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga þar sem hún geti stuðlað að því að fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja að haldi sig heima mæti í vinnu. Mál af þessu tagi gætu jafnvel ratað fyrir dómstóla. „Ég myndi telja að þetta séu mál sem félagsdómur gæti úrskurðað í. Félagsdómur er í aðstöðu til að taka svona mál í flýtimeðferð,“ segir Lára. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Verði atvinnulífinu dýrara Gylfi Magnússón, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur nálgun SA um að „hýrudraga“ þá sem sitja heima í sóttkví án þess að veikjast ekki gáfulega. Í Facebook-færslu segir hann að viðbúið sé að afleiðingarnar verði að fólk mæti í vinnuna þótt það eigi að vera í sóttkví. „Það verður mun dýrara fyrir atvinnulífið! Þetta er satt best að segja alveg snargalið,“ skrifar Gylfi. Uppfært 13:17 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að heilbrigðisyfirvöld mæltu með tólf daga sóttkví fyrir þá sem hafa ferðast um skilgreind hættusvæði. Það rétta er að mælt er með því að fólk haldi sig heima í fjórtán daga. Wuhan-veiran Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33 Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45 Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Áhyggjur af fjárhag heimilisins mega ekki letja fólk í að verða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna greinir á um hvort fólk sem fer í sóttkví en veikist ekki sjálft á rétt á veikindaleyfi á meðan. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks sem hefur ferðast um skilgreind hættusvæði vegna kórónuveirunnar eins og Ítalíu að það haldi sig heima í fjórtán daga. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í þannig sóttkví á Íslandi og hafa níu smit verið staðfest. Alþýðusamband Íslands, VR og Sameyki lýstu þeirri afstöðu sinni í gær að þeir sem gangast undir slíka sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar en eru ekki smitaðir sjálfir eigi veikindarétt í skilningi kjarasamninga. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, var á öndverðum meiði. Hann sagði þá sem þyrftu í sóttkví hafa lögmæta fjarveru en að aðeins þeir sem veiktust ættu rétt á launum á meðan. Sjá einnig: Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að haft hafi verið samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þeir hafi verið upplýstir um stöðuna sem er og þá sem getur orðið. „Við reiðum okkur á að ábyrgir aðilar taki ábyrga ákvörðun. Ég trúi ekki öðru en að þannig fari það,“ segir hann við Vísi. Spurður að því hvort að það geti ekki grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að fólk sem gæti verið smitberar haldi sig heima að það þurfi að gera það launalaust segir Kjartan Hreinn að það sé að sjálfsögðu ekki gott ef fólk hættir við að fara í sóttkví í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. „Fólk má ekki mikla fyrir sér að fara í sóttkví og það má ekki koma niður á fjárhag fólks. Við viljum ekki að það verði meiriháttar kvöð að fara í sóttkví,“ segir hann. Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir geti hins vegar ekki handstýrt því sem gerist á vinnumarkaði enda sé það ekki sérsvið þeirra. Kjartan Hreinn ítrekar þó að ekki megi vera neikvæður hvati sem letur fólk til að fara í sóttkví. Gæti komið til kasta félagsdóms Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, er ósammála túlkun Samtaka atvinnulífsins og telur fólk sem fer í sóttkví eiga rétt á launum í veikindum. „Ég lít svo á að þetta séu ekki einhvers konar hamfarir eins og jarðskjálfti eða eldgos heldur fyrst og fremst læknisfræðileg ráðgjöf sem fólk er að fylgja með því að mæta ekki í vinnu,“ segir Lára en Davíð frá SA líkti því að vera í sóttkví vegna kórónuveiru við það að komast ekki í vinnu vegna ófærðar. Telur Lára afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga þar sem hún geti stuðlað að því að fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja að haldi sig heima mæti í vinnu. Mál af þessu tagi gætu jafnvel ratað fyrir dómstóla. „Ég myndi telja að þetta séu mál sem félagsdómur gæti úrskurðað í. Félagsdómur er í aðstöðu til að taka svona mál í flýtimeðferð,“ segir Lára. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Verði atvinnulífinu dýrara Gylfi Magnússón, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur nálgun SA um að „hýrudraga“ þá sem sitja heima í sóttkví án þess að veikjast ekki gáfulega. Í Facebook-færslu segir hann að viðbúið sé að afleiðingarnar verði að fólk mæti í vinnuna þótt það eigi að vera í sóttkví. „Það verður mun dýrara fyrir atvinnulífið! Þetta er satt best að segja alveg snargalið,“ skrifar Gylfi. Uppfært 13:17 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að heilbrigðisyfirvöld mæltu með tólf daga sóttkví fyrir þá sem hafa ferðast um skilgreind hættusvæði. Það rétta er að mælt er með því að fólk haldi sig heima í fjórtán daga.
Wuhan-veiran Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33 Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45 Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33
Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19