Með velferð barna að vopni Karen Nordquist Ragnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 08:30 Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun