Asíski risageitungurinn gæti ekki náð fótfestu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:09 Á vef Vísindavefsins kemur fram að þernur þessarar geitungategundar geti verið 25-45 mm á lengd en drottningin getur verið allt að 55 mm löng. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira