Límtrésbitar úr íslensku timbri Eiríkur Þorsteinsson og Jón Sigurjónsson skrifa 9. maí 2020 08:00 Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt. Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni. Prófanir á ösp við Rb á Nýsköpunarmiðstöð.Hjörleifur Jónsson Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni. Ösp, lerki, fura og greni Fjórar trjátegundir voru notaðar í verkefninu, alaskaösp (populus trichocarpa), rússalerki (larix sukaczewii), stafafura (pinus contorta) og sitkagreni (picea sitchensis). Þessar tegundir voru valdar því þær, ásamt birki (betula pubescens), eru algengastar í íslenskri skógrækt. Tegundirnar fjórar hæfa einnig best fyrir timburframleiðslu á Íslandi. Öll trén sem felld voru fyrir verkefnið voru fengin í Þjórsárdal í skógum Skógræktarinnar, fyrir utan alaskaösp sem kom frá Tumastöðum í Fljótshlíð, einnig úr landi Skógræktarinnar. Hjörleifur Jónsson Til að fá sem raunhæfastan samanburð milli bita úr hefðbundinni límtrésframleiðslu og bita framleiddum úr íslenskum viði voru hafðir sem viðmið límtrésbitar sem límdir voru úr hefðbundnu efni, þ.e. límtrésfjalir úr rauðgreni frá Svíþjóð. Viður brotinn með vökvatjakki Prófunin var framkvæmd þannig að einfalt studdir bitarnir voru fergðir til brots með vökvatjakki með tveimur punktálögum í þriðjungspunktum bitans. Skráður var kraftur hvers álagsþreps og niðurbeygja á miðjum bitanum mæld, lokakraftur við brot skráður og myndir teknar af brotmynstri auk sýnatöku fyrir rúmþyngdar- og rakainnihaldsákvarðanir. Hjörleifur Jónsson Fyrstu niðurstöður útreikninga gefa til kynna að beygjutogþol límtrésbitanna vaxi eftir timburgerð frá furu til grenis, lerkis og aspar en sé mest hjá sænska rauðgreninu. Sérstaka athygli vakti hvað íslenska öspin kom vel út í samanburðarmælingum límtrésbitanna á beygjutogþoli. Til að draga megi afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum þarf að gera umfangsmeiri prófanir með umtalsvert fleiri sýnum. Höfundar gegndu starfi yfirverkfræðings og verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina og Límtré Vírnet. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets, Skógræktarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Til þess þarf að innleiða skilvirkni í skógrækt sem og alla úrvinnslu, en það er flókið ferli og kostnaðarsamt. Leggja þarf áherslu á gæðavottanir, svo sem CE-merkingu, en hún gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. Einnig þarf að samræma og aðlaga íslenska staðla að úrvinnslunni. Prófanir á ösp við Rb á Nýsköpunarmiðstöð.Hjörleifur Jónsson Tilgangur þessa rannsóknaverkefnis er kanna nýtileika á íslensku timbri í límtrésbitaframleiðslu með það að markmiði að draga úr innflutningi á timbri og minnka þar með kolefnisspor byggingarvörunnar, sem og stuðla að því að Ísland verði sjálfbærara um byggingarefni. Ösp, lerki, fura og greni Fjórar trjátegundir voru notaðar í verkefninu, alaskaösp (populus trichocarpa), rússalerki (larix sukaczewii), stafafura (pinus contorta) og sitkagreni (picea sitchensis). Þessar tegundir voru valdar því þær, ásamt birki (betula pubescens), eru algengastar í íslenskri skógrækt. Tegundirnar fjórar hæfa einnig best fyrir timburframleiðslu á Íslandi. Öll trén sem felld voru fyrir verkefnið voru fengin í Þjórsárdal í skógum Skógræktarinnar, fyrir utan alaskaösp sem kom frá Tumastöðum í Fljótshlíð, einnig úr landi Skógræktarinnar. Hjörleifur Jónsson Til að fá sem raunhæfastan samanburð milli bita úr hefðbundinni límtrésframleiðslu og bita framleiddum úr íslenskum viði voru hafðir sem viðmið límtrésbitar sem límdir voru úr hefðbundnu efni, þ.e. límtrésfjalir úr rauðgreni frá Svíþjóð. Viður brotinn með vökvatjakki Prófunin var framkvæmd þannig að einfalt studdir bitarnir voru fergðir til brots með vökvatjakki með tveimur punktálögum í þriðjungspunktum bitans. Skráður var kraftur hvers álagsþreps og niðurbeygja á miðjum bitanum mæld, lokakraftur við brot skráður og myndir teknar af brotmynstri auk sýnatöku fyrir rúmþyngdar- og rakainnihaldsákvarðanir. Hjörleifur Jónsson Fyrstu niðurstöður útreikninga gefa til kynna að beygjutogþol límtrésbitanna vaxi eftir timburgerð frá furu til grenis, lerkis og aspar en sé mest hjá sænska rauðgreninu. Sérstaka athygli vakti hvað íslenska öspin kom vel út í samanburðarmælingum límtrésbitanna á beygjutogþoli. Til að draga megi afdráttarlausar ályktanir af niðurstöðunum þarf að gera umfangsmeiri prófanir með umtalsvert fleiri sýnum. Höfundar gegndu starfi yfirverkfræðings og verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina og Límtré Vírnet. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar