Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 12:58 Frá markaði í Wuhan. AP/Ng Han Guan Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og ítreka starfsmenn hennar að frekari rannsókna sé þörf. Meðal annars voru lifandi og dauð dýr keypt og seld til manneldis á þessum markaði. Honum var þó lokað í janúar og settu yfirvöld Kína tímabundið bann á sölu lifandi villtra dýra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið því fram að vísbendingar bendi til þess að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Hann hefur þó sagt að það sé ekki fullvíst. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa. Allt útlit er fyrir að veiran hafi þróast í náttúrunni. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Dr. Peter Ben Embarek, sérfræðingur WHO, að það hefði tekið vísindamenn ár að uppgötva að svínaflensan svokallaða frá 2012 hefði borist í menn úr kameldýrum. Hann sagði ekki of seint að komast að hinu sanna og bætti við að það myndi hjálpa mikið ef hægt væri að finna sýni af veirunni, áður en hún stökkbreyttist. Embarek sagði einnig að veiran hefði komið frá leðurblökum en hún geti einnig smitað ketti og svo hunda en minni líkur eru á því. Hann sagði einnig nauðsynlegt að rannsaka þá dreifingu frekar svo hægt væri að koma í veg fyrir faraldur meðal annarra dýra, sem gætu svo smitað menn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og ítreka starfsmenn hennar að frekari rannsókna sé þörf. Meðal annars voru lifandi og dauð dýr keypt og seld til manneldis á þessum markaði. Honum var þó lokað í janúar og settu yfirvöld Kína tímabundið bann á sölu lifandi villtra dýra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið því fram að vísbendingar bendi til þess að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Hann hefur þó sagt að það sé ekki fullvíst. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa. Allt útlit er fyrir að veiran hafi þróast í náttúrunni. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Dr. Peter Ben Embarek, sérfræðingur WHO, að það hefði tekið vísindamenn ár að uppgötva að svínaflensan svokallaða frá 2012 hefði borist í menn úr kameldýrum. Hann sagði ekki of seint að komast að hinu sanna og bætti við að það myndi hjálpa mikið ef hægt væri að finna sýni af veirunni, áður en hún stökkbreyttist. Embarek sagði einnig að veiran hefði komið frá leðurblökum en hún geti einnig smitað ketti og svo hunda en minni líkur eru á því. Hann sagði einnig nauðsynlegt að rannsaka þá dreifingu frekar svo hægt væri að koma í veg fyrir faraldur meðal annarra dýra, sem gætu svo smitað menn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47
Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent