Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 14:39 Slakað verður á sumum takmörkunum vegna faraldursins í París á mánudag. Stjórnvöld ráðleggja fólki að hjóla frekar en að nota almenningssamgöngur til þess að draga úr mannmergð þar. AP/Francois Mori Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. AP-fréttastofan segir að margir Parísarbúar séu uggandi um að þurfa að nota neðanjarðarlestir eða strætisvagna vegna veirunnar. Því stefni margir að því að hjóla í vinnuna frekar en að nota almenningssamgöngur. Tímabundar hjólaakreinar verða opnaðar í París og bílaumferð verður bönnuð um Rivoli-stræti við Louvre-safnið. Frönsk stjórnvöld segjast ennfremur ætla að niðurgreiða viðgerðir fyrir hjólaeigendur um allt að fimmtíu evrur, jafnvirði tæpra átta þúsund íslenskra króna. Leyft verður að opna grunnskóla og flest fyrirtæki á mánudag. Stjórnvöld hafa hins vegar skipt landinu upp í tvö svæði eftir alvarleika faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig verða takmarkanir áfram í gildi í París þrátt fyrir að þeim verði aflétt annars staðar í næstu viku. Almenningsgarðar verða áfram lokaðir í höfuðborginni. Notendur almenningssamgangna þurfa að nota grímur og verslanir mega krefjast þess að viðskiptavinir noti þær. Tilmæli um félagsforðun verða áfram í gildi. Um 26.000 manns hafa látið lífið á sjúkrahúsum og á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í Frakklandi til þessa. Dregið hefur úr nýsmitum og dánartíðninni að undanförnu. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. AP-fréttastofan segir að margir Parísarbúar séu uggandi um að þurfa að nota neðanjarðarlestir eða strætisvagna vegna veirunnar. Því stefni margir að því að hjóla í vinnuna frekar en að nota almenningssamgöngur. Tímabundar hjólaakreinar verða opnaðar í París og bílaumferð verður bönnuð um Rivoli-stræti við Louvre-safnið. Frönsk stjórnvöld segjast ennfremur ætla að niðurgreiða viðgerðir fyrir hjólaeigendur um allt að fimmtíu evrur, jafnvirði tæpra átta þúsund íslenskra króna. Leyft verður að opna grunnskóla og flest fyrirtæki á mánudag. Stjórnvöld hafa hins vegar skipt landinu upp í tvö svæði eftir alvarleika faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig verða takmarkanir áfram í gildi í París þrátt fyrir að þeim verði aflétt annars staðar í næstu viku. Almenningsgarðar verða áfram lokaðir í höfuðborginni. Notendur almenningssamgangna þurfa að nota grímur og verslanir mega krefjast þess að viðskiptavinir noti þær. Tilmæli um félagsforðun verða áfram í gildi. Um 26.000 manns hafa látið lífið á sjúkrahúsum og á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í Frakklandi til þessa. Dregið hefur úr nýsmitum og dánartíðninni að undanförnu.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira