Allar mæður tengja við þessar tilfinningar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2020 21:07 Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Mynd/Úr einkasafni „Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum. Börn og uppeldi Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum.
Börn og uppeldi Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira