Allar mæður tengja við þessar tilfinningar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2020 21:07 Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Mynd/Úr einkasafni „Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum. Börn og uppeldi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
„Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum.
Börn og uppeldi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira