Ráku skipstjóra flugmóðurskips sem kallaði eftir hjálp vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 07:47 Flugmóðurskipið, Theodore Roosevelt. EPA/ANTHONY N. HILKOWSKI Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31