Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2026 09:59 Josh Hawley er annar tveggja öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem gaf undan þrýstingi frá Hvíta húsinu. AP/Rod Lamkey, Jr. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu. Demókratar lögðu frumvarpið fram eftir að bandarískir hermenn gerðu árás á Venesúela og numu þaðan Nicolás Maduro, fyrrverandi forseta, á brott til Bandaríkjanna. Þingmönnum hafði ekki verið sagt frá árásinni, sem ríkisstjórnin kallar löggæsluaðgerð. Fimm þingmenn flokksins höfðu gengið til liðs við Demókrata og stutt frumvarpið í síðustu viku. Í kjölfar þess beitti Trump þessa þingmenn gífurlegum þrýstingi og reyndi að fá þá til að breyta afstöðu sinni. Í ræðu sem Trump hélt á þriðjudaginn fór hann hörðum orðum um þingmennina fimm. Hann kallaði Rand Paul til að mynda ræfil og þær Lisu Murkowski og Susan Collins hörmungar. Hann hafði áður hringt í þingmennina og hefur þeim símtölum verið lýst sem spennuþrungnum. Hann hafði einnig kallað þingmennina heimska á samfélagsmiðlum og kallað eftir því að þeir verði aldrei aftur kosnir í opinbert embætti. Í gær létu þeir Josh Hawley og Todd Young undan og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Atkvæðagreiðslan í gær fór 50-50 og JD Vance, varaforseti, átti úrslitaatkvæðið og felldi ályktunina. Donald Trump hefur kallað eftir því að öldungadeildarþingmennirnir fimm verði ekki kjörnir aftur.AP/Evan Vucci Frumvarpið hefði aldrei orðið að lögum, þar sem Trump hefði þurft að skrifa undir það en AP fréttaveitan segir niðurstöðuna til marks um það að Trump hafi enn sterkt tak á þingmönnum Repúblikanaflokksins. Það hversu tæp atkvæðagreiðslan var sýni þó einnig auknar áhyggjur þingmanna af aðgerðum Trumps erlendis. Þegar kemur að þeim eru Repúblikanar sagðir hafa töluverðar áhyggjur og þá sérstaklega þegar kemur að hótunum Trumps í garð Grænlands og Danmerkur. Segir enga hermenn í Venesúela Fyrr í vikunni sendu Repúblikanar bréf til Hvíta hússins þar sem beðið var um staðfestingu á því að hernaðaraðgerðum í Venesúela væri lokið. Því svaraði Marco Rubio, utanríkisráðherra, í gær og sagði að engir bandarískir hermenn væru í Venesúela. Þá sagði hann einnig að ef gripið yrði til frekari hernaðaraðgerða yrði það gert í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna og þingið yrði látið vita í samræmi við lög. Vísaði hann sérstaklega til laga sem kallast „War powers resolution“ frá 1973. Þeim var ætlað að tryggja völd þingsins, sem hefur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna yfirráð yfir því hvort Bandaríkin fari í stríð. Mjög hefur verið grafið undan þessum völdum í gegnum árin. Seinni ríkisstjórn Trumps hefur aldrei látið þingið vita af árásum fyrr en eftir að þær hafa verið gerðar. Eins og til að mynda með árásir á meinta smyglbáta í Kyrra- og Karíbahöfum og árásina í Venesúela. Bæði Hawley og Young segja, samkvæmt New York Times, að svar Rubio og samtöl þeirra við Trump hafi sannfært þá um að ekki væri lengur þörf á frumvarpinu. After numerous conversations with senior national security officials, I have received assurances that there are no American troops in Venezuela. I’ve also received a commitment that if President Trump were to determine American forces are needed in major military operations in… pic.twitter.com/lTmDvm97nU— Senator Todd Young (@SenToddYoung) January 14, 2026 Rand Paul hefur ekki tekið undir það og hefur gagnrýnt leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir að „spila leiki“ og Hvíta húsið fyrir að afvegaleiða þingmenn. Vísaði hann til þess að fyrst hafi árásir á Venesúela og áðurnefnda báta verið gerðar, að sögn Trump-liða, til að sporna gegn fíkniefnasmygli. Síðan hafi það verið vegna olíu. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur gagnrýnt leiðtoga Repúblikanaflokksins vegna árása Trumps í og við Venesúela.AP/Mariam Zuhaib Segja aðgerðum ekki lokið Demókratar segja kolrangt að hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna þegar kemur að Venesúela sé lokið. Bandarískir hermenn séu til að mynda búnir að gera áhlaup um borð í nokkur olíuflutningaskip sem tengjast Venesúela og umfangsmikill herafli sé enn á svæðinu. Þeir segja Repúblikana á þingi vera að bregðast stjórnarskrárbundnu hlutverki þeirra. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Demókratar lögðu frumvarpið fram eftir að bandarískir hermenn gerðu árás á Venesúela og numu þaðan Nicolás Maduro, fyrrverandi forseta, á brott til Bandaríkjanna. Þingmönnum hafði ekki verið sagt frá árásinni, sem ríkisstjórnin kallar löggæsluaðgerð. Fimm þingmenn flokksins höfðu gengið til liðs við Demókrata og stutt frumvarpið í síðustu viku. Í kjölfar þess beitti Trump þessa þingmenn gífurlegum þrýstingi og reyndi að fá þá til að breyta afstöðu sinni. Í ræðu sem Trump hélt á þriðjudaginn fór hann hörðum orðum um þingmennina fimm. Hann kallaði Rand Paul til að mynda ræfil og þær Lisu Murkowski og Susan Collins hörmungar. Hann hafði áður hringt í þingmennina og hefur þeim símtölum verið lýst sem spennuþrungnum. Hann hafði einnig kallað þingmennina heimska á samfélagsmiðlum og kallað eftir því að þeir verði aldrei aftur kosnir í opinbert embætti. Í gær létu þeir Josh Hawley og Todd Young undan og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Atkvæðagreiðslan í gær fór 50-50 og JD Vance, varaforseti, átti úrslitaatkvæðið og felldi ályktunina. Donald Trump hefur kallað eftir því að öldungadeildarþingmennirnir fimm verði ekki kjörnir aftur.AP/Evan Vucci Frumvarpið hefði aldrei orðið að lögum, þar sem Trump hefði þurft að skrifa undir það en AP fréttaveitan segir niðurstöðuna til marks um það að Trump hafi enn sterkt tak á þingmönnum Repúblikanaflokksins. Það hversu tæp atkvæðagreiðslan var sýni þó einnig auknar áhyggjur þingmanna af aðgerðum Trumps erlendis. Þegar kemur að þeim eru Repúblikanar sagðir hafa töluverðar áhyggjur og þá sérstaklega þegar kemur að hótunum Trumps í garð Grænlands og Danmerkur. Segir enga hermenn í Venesúela Fyrr í vikunni sendu Repúblikanar bréf til Hvíta hússins þar sem beðið var um staðfestingu á því að hernaðaraðgerðum í Venesúela væri lokið. Því svaraði Marco Rubio, utanríkisráðherra, í gær og sagði að engir bandarískir hermenn væru í Venesúela. Þá sagði hann einnig að ef gripið yrði til frekari hernaðaraðgerða yrði það gert í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna og þingið yrði látið vita í samræmi við lög. Vísaði hann sérstaklega til laga sem kallast „War powers resolution“ frá 1973. Þeim var ætlað að tryggja völd þingsins, sem hefur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna yfirráð yfir því hvort Bandaríkin fari í stríð. Mjög hefur verið grafið undan þessum völdum í gegnum árin. Seinni ríkisstjórn Trumps hefur aldrei látið þingið vita af árásum fyrr en eftir að þær hafa verið gerðar. Eins og til að mynda með árásir á meinta smyglbáta í Kyrra- og Karíbahöfum og árásina í Venesúela. Bæði Hawley og Young segja, samkvæmt New York Times, að svar Rubio og samtöl þeirra við Trump hafi sannfært þá um að ekki væri lengur þörf á frumvarpinu. After numerous conversations with senior national security officials, I have received assurances that there are no American troops in Venezuela. I’ve also received a commitment that if President Trump were to determine American forces are needed in major military operations in… pic.twitter.com/lTmDvm97nU— Senator Todd Young (@SenToddYoung) January 14, 2026 Rand Paul hefur ekki tekið undir það og hefur gagnrýnt leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir að „spila leiki“ og Hvíta húsið fyrir að afvegaleiða þingmenn. Vísaði hann til þess að fyrst hafi árásir á Venesúela og áðurnefnda báta verið gerðar, að sögn Trump-liða, til að sporna gegn fíkniefnasmygli. Síðan hafi það verið vegna olíu. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur gagnrýnt leiðtoga Repúblikanaflokksins vegna árása Trumps í og við Venesúela.AP/Mariam Zuhaib Segja aðgerðum ekki lokið Demókratar segja kolrangt að hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna þegar kemur að Venesúela sé lokið. Bandarískir hermenn séu til að mynda búnir að gera áhlaup um borð í nokkur olíuflutningaskip sem tengjast Venesúela og umfangsmikill herafli sé enn á svæðinu. Þeir segja Repúblikana á þingi vera að bregðast stjórnarskrárbundnu hlutverki þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira