Landsliðsþjálfari lofsyngur lið Víkinga Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2020 10:45 Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira