Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 12:29 Frá slysstað í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær. Verkið er á vegum Arnarhvols. Vísir/vilhelm Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður. Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður.
Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20
Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35
Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56