FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 13:34 Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. Vísir/Getty Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn. Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn.
Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00
Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45