Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Icelandair og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað kjarasamninga sem gilda út árið 2025. Þeir taka gildi 1. janúar á næsta ári en nýr samningur verður lagður fyrir félagsmenn til atkvæðagreiðslu. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu sem nemur um 25% og flugfreyjur funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fjallað verður nánar um kjaraviðræður flugstétta og Icelandair í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fjármálaráðherra segir gjaldþrot að óbreyttu blasa við félaginu.

Þá segjum við frá því að Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun.

Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Rætt verður við áhugamann um umsvif erlendra herja í fréttatímanum sem segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×