Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 14:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Sjá meira