Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 20:53 Kísilverið sem United Silicon reisti í Helguvík er núna í eigu félags Arion-banka, Stakksbergs ehf. VÍSIR/VILHELM Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28