Segir þrýsting Icelandair á „óásættanlegt tilboð“ grafalvarlegan Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 21:18 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“ Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43