Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 07:14 Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira