Fyrstu CrossFit heimsleikarnir voru ekki góð upplifun fyrir Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum sínum árið 2012. Hún gerði vel í að komast þangað en það gekk allt á afturfótunum hjá henni á heimsleikunum sjálfum. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Sjá meira