Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Stefnt er að því að þeir sem koma til landsins geti farið í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og þannig mögulega sloppið við að þurfa að fara í sóttkví. Fjallað verður ítarlega um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í dag um afléttingu ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins.

Flugfreyjur hafa hafnað samningstilboði Icelandair sem hljóðar upp á tugprósenta launalækkun. Þær segja engan bilbug á sér að finna þó samningsstaðan sé erfið. Rætt verður við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair um stöðuna í fréttatímanum.

Þá segjum við einnig frá því að mótefnamælingar fyrir einstaklinga, sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni, eru hafnar. Læknir segir óljóst hve mikla vörn mótefni veitir gegn endursýkingu en mælingar muni vonandi leiða það í ljós.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×