Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 07:37 Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Er verkefnið hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og er markmiðið að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Verkefnið ber yfirskriftina „Ísland – saman í sókn“. Að því er segir á vef Íslandsstofu, sem sér um framkvæmd verkefnisins, hlaut tillaga alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel, hæstu einkunn valnefndar af innsendum tillögum fyrir verkefnið. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að M&C Saatchi hafi viðurkennt bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og er breska fjármálaeftirlitið nú með fyrirtækið til rannsóknar. Um er að ræða skekkju í bókhaldi fyrirtækisins upp á 11,6 milljónir punda sem samsvarar um tveimur milljörðum króna. Í frétt Morgunblaðsins segir að í bókhaldi auglýsingastofunnar hafi kostnaður við verkefni verið vanmetinn, verðmæti eigna ofmetið og aðrar eignir ranglega skráðar. Hafa stjórnendur viðurkennt að rangfærslurnar í bókhaldinu geti náð um fimm ár aftur í tímann. Á vef Íslandsstofu segir að stærsti hluti þess eins og hálfa milljarðs sem varið verður í markaðsátakið fari í birtingar á erlendum mörkuðum en útboð fyrir birtingarhlutann verður auglýst á vef Ríkiskaupa á næstu dögum. „Auglýst var eftir tillögum að stefnumörkun og framkvæmd verkefnisins á evrópska efnahagssvæðinu þann 2. apríl síðastliðinn. Fimmtán tilboð bárust í verkefnið. Þrettán manna valnefnd, skipuð fulltrúum ráðherra ferðamála, Samtaka ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu, fór yfir tilboðin og lagði mat á þau. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Tillaga M&C Saatchi og Peel hlaut hæstu heildareinkunnina og var með hæstu einkunn í fjórum af ellefu hæfnisþáttum. Þá var stofan efst ásamt Pipar í fimm hæfnisþáttum. Nú stendur yfir biðtími samkvæmt lögum um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á bindandi samningur. Fram kemur í rökstuðningi valnefndar að innsendingin sé sterk og byggi á traustri stefnumótun. Hugmyndin sé bæði áhrifarík og nái að tengja saman ólíka þætti til að styrkja ímynd landsins. Skýr áhersla sé lögð á sjálfbærni og hugmyndin tengist vel öðrum útflutningsgreinum Íslands,“ segir á vef Íslandsstofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira