Lög um vernd uppljóstrara „framfaraskref fyrir aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira