Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 19:30 Samkvæmt frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra getur landlæknir veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur sem sprauta efnum í æð. Vísir/Vilhelm Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen. Fíkn Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen.
Fíkn Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira