Ekki ákveðið hvort faxinn víki fyrir merki Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2020 08:16 Flugvélar Air Iceland Connect hafa Flugfélagsfaxann á stélinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu: Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu:
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57