Nemendum rétt hjálparhönd í Covid-fári Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2020 09:35 Guðrún Eydís Arnarsdóttir við tökur á námsefni sem nú býðst grunnskólanemum sér að kostnaðarlausu. Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira