Nemendum rétt hjálparhönd í Covid-fári Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2020 09:35 Guðrún Eydís Arnarsdóttir við tökur á námsefni sem nú býðst grunnskólanemum sér að kostnaðarlausu. Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira