Willum um 7-0 tapið gegn FH: „Veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 11:30 Úr leiknum fræga 2003. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Alþingismaðurinn Willum settist í stólinn hjá Rikka G í gær þar sem hann gerði upp leikmanna- og þjálfaraferilinn hingað til en Willum er nú ekki að þjálfa þar sem hann situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Silfurlið FH frá árinu 2003 skellti meisturum KR 7-0 í lokaumferðinni á Kaplakrikavelli og aðspurður um þann leik sagði Willum: „Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Það er skrýtið að segja það en við spiluðum kannski ekkert illa en það fór allt í markið. Þarna skipti ég út allri varnarlínunni og í bland við svekkelsið að falla út í bikar. Við fengum þetta allt í andlitið.“ „Þarna er enn ein lexían sem maður fær sem þjálfari. Þarna var verkefni mitt að halda mönnum á tánum sem mér tókst ekki.“ FH gekk svo á lagið næstu ár og varð Íslandsmeistari þrjú ár en hann segir að þeir hafi verið komnir með ansi gott lið þetta tímabilið. „FH var strax þetta tímabil með geysilega öflugt lið. Ég held að þeir hafi bara þurft þetta tímabil til þess að átta sig á því hvað þeir voru komnir með öflugt lið í hendurnar. Þeir voru komnir með Tommy Nielsen, Allan Borgvardt og gríðarlega öflugt lið. Að enda tímabilið svona hafi ekki skemmt fyrir þeim að fara inn í næsta tímabil þar sem þeir ná að landa titlinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Willum um 7-0 tapið gegn FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld KR FH Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Alþingismaðurinn Willum settist í stólinn hjá Rikka G í gær þar sem hann gerði upp leikmanna- og þjálfaraferilinn hingað til en Willum er nú ekki að þjálfa þar sem hann situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Silfurlið FH frá árinu 2003 skellti meisturum KR 7-0 í lokaumferðinni á Kaplakrikavelli og aðspurður um þann leik sagði Willum: „Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Það er skrýtið að segja það en við spiluðum kannski ekkert illa en það fór allt í markið. Þarna skipti ég út allri varnarlínunni og í bland við svekkelsið að falla út í bikar. Við fengum þetta allt í andlitið.“ „Þarna er enn ein lexían sem maður fær sem þjálfari. Þarna var verkefni mitt að halda mönnum á tánum sem mér tókst ekki.“ FH gekk svo á lagið næstu ár og varð Íslandsmeistari þrjú ár en hann segir að þeir hafi verið komnir með ansi gott lið þetta tímabilið. „FH var strax þetta tímabil með geysilega öflugt lið. Ég held að þeir hafi bara þurft þetta tímabil til þess að átta sig á því hvað þeir voru komnir með öflugt lið í hendurnar. Þeir voru komnir með Tommy Nielsen, Allan Borgvardt og gríðarlega öflugt lið. Að enda tímabilið svona hafi ekki skemmt fyrir þeim að fara inn í næsta tímabil þar sem þeir ná að landa titlinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Willum um 7-0 tapið gegn FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld KR FH Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti