Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:10 Kveikt hefur veirð í símamöstrum sem þessu og eru þau sögð valda veikindum. EPA/SASCHA STEINBACH Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020 Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020
Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira