Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2020 10:42 Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA. vísir/vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira