Heimurinn eftir kórónuveiruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2020 15:39 Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun