Jeppa stolið af lækni í smáíbúðahverfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 18:17 Margrét var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. Aðsend Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira