Öflugt samstarf norrænna Fab Lab smiðja Frosti Gíslason skrifar 16. maí 2020 08:00 Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Nýsköpun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun