Einn besti bridgespilari þjóðarinnar fallinn fyrir Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2020 23:39 Þau hjónin Mary Pat Frick og Sigurður Sverrisson. Hún féll frá skömmu áður en hann smitaðist af kórónuveirunni sem svo dró hann til dauða eftir harða baráttu. Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn. Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn.
Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28
Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08
Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32