Fjölskyldan flutti heim frá New York: „Þetta hefur farið á versta veg“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 08:29 Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner. Vísir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira