Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 10:10 Forsætisráðherrann var lagður inn á sjúkrahús heilags Tómasar í gærkvöldi. Hann hefur verið með þrálátan hita og kærasta hans segist hafa verið rúmliggjandi í viku án þess þó að hún hafi fengið greiningu á veikindunum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29