Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira