Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 11:00 Auður Bjarnadóttir hefur síðustu 20 ár þjálfað konur á meðgöngu. Aðsend mynd „Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira
„Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira