Nýtur góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði Andri Eysteinsson skrifar 10. apríl 2020 11:36 Siglfirðingurinn Alma D. Möller settist niður með Heimi Karlssyni og ræddi meðal annars æskuárin. Vísir/Vilhelm „Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott. Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott.
Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira