Algjört tekjufall hjá leiðsögumönnum og takmarkaðar bætur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2020 15:19 Óttast er að leiðsögumenn hafi ekki atvinnu næstu þrjá mánuði hið minnsta enda hefur alveg verið skrúfað fyrir ferðamannastrauminn. Vísir/getty Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira