Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:17 Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira