Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:17 Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira