Markaskorarinn og læknisfræðineminn útilokar ekki atvinnumennsku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Elín Metta hefur leikið vel með Valsliðinu undanfarin ár. vísir/daníel Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta. Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sjá meira
Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta.
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sjá meira