Sjúkraliðar gegna lykilstörfum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2020 16:02 Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun