Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 19:33 Stella Morris ásamt sonum hennar og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. skjáskot/youtube Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42