Götur New York borgar eru nánast mannlausar en borgin hefur orðið mjög illa úti í kórónuveirufaraldrinum.
Þar er í gildi útgöngubann og er aðeina leyfilegt að fara út úr húsi til að nálgast algjörar nauðsynjavörur.
New York er nú það svæði í heiminum sem verst hefur farið út úr faraldri kórónuveirunnar og hafa tíu þúsund manns látið lífið og um tvö hundruð þúsund smitast.
Útgöngubannið á svæðinu hefur staðið yfir í nokkrar vikur og á YouTube-síðunni Drone Fanatic má sjá myndband sem tekið var upp á dróna sem sýnir auðar götur á Manhattan, Brooklyn og fleiri stöðum þar sem vanalega er gríðarlegt magn af fólki og mikil bílaumferð.
Svo er ekki um þessar mundir eins og sjá má hér að neðan.