Lífið

Berg­þór og Lauf­ey selja slotið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Einar

Parið Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Miðflokksins, hafa sett húsið sitt í Garðabæ á sölu. 

Um er að ræða yfir 360 fermetra einbýli sem stendur við Þrastanes á Arnarnesinu. Ásett verð er 255 milljónir króna. Húsið er á þremur pöllum með aukinni lofthæð, stórum sólskála með arni og fjórum stofum.

Í garðinum er heitur pottur, sauna og heill leikvöllur.

Bergþór var lengi vel þingflokksformaður Miðflokksins en sagði af sér í aðdraganda framboðs til varaformanns Miðflokksins. Hann dró framboð sitt til baka. Laufey Rún starfaði fyrir þingflokk Miðflokksins í október 2024 en lét af störfum haustið 2025. Þar áður var hún upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Með húsi parsins fylgir aukaíbúð sem er í útleigu. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.