Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 09:01 Mohammed bin Salman og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í mars 2018. Bandar Algaloud/Getty Images Mohammed bin Salman, verðandi eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United lét myrða blaðamanninn Jamal Kashoggi segir bandaríska leyniþjónustan, CIA. Sjá einnig: Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Breski blaðamaðurinn James Montague skrifaði ítarlega grein fyrir The Athletic um möguleg kaup Bin Salman á Newcastle United en mannréttindasamtökin Amnesty International hafa mótmælt kaupunum. En að Bin Salman - eða einfaldlega MBS - og morðinu á Khashoggi. Vísir fór ítarlega í málið á sínum tíma. Khashoggi var myrtur á dularfullan hátt og lík hans fannst aldrei. Jamal Khashoggi er einn margra blaðamanna sem hafa týnt lífinu undanfarin ár.Vísir/Getty Khashoggi var mikilsvirtur blaðamaður í Sádi-Arabíu sem var á árum áður hliðhollur konungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu. Á einhverjum tímapunkti fór sambandið að súrna og í kjölfarið hóf Khashoggi að gagnrýna stefnu MBS harðlega. Krónprinsinn var ekki mikið fyrir gagnrýni og fangelsaði nær alla sem gerðust svo djarfir að gagnrýna hann og stefnu ríkisstjórnar hans. Þar má nefna blaðamenn, menntafólk og feminísta. Khashoggi flúði á endanum til Bandaríkjanna þar sem hann óttaðist um líf sitt. Þar fór hann að vinna fyrir Washington Post. Það var svo haustið 2018 sem hann fór til Tyrklands til að vera viðstaddur ráðstefnu ásamt því að hann samþykkti að mæta í viðtal. Það var svo 2. október 2018 sem Khashoggi var myrtur eftir að hafa farið inn í sendiráð Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Þar beið hans fimmtán manna aftökusveit sem gekk í skrokk á Khashoggi, sprautaði hann með lyfjum og kyrkti hann áður en þeir söguðu lík hans niður í búta. Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Yfirvöld Sádi-Arabíu þvertóku fyrir að hafa skipulagt morðið og sögðu að útsendarar leyniþjóstunnar hefðu framið ódæðið í óþökk yfirvalda. Alls voru ellefu menn dregnir fyrir dómstóla vegna morðsins, þar af voru þrír dæmdir til fangelsisvistar og fimm dæmdir til dauða. Þeir sjö sem sluppu voru allir tengdir innsta hring MBS áður en Khashoggi var myrtur. Að lokum axlaði MBS ábyrgð á morðinu en sagði að hann hefði aldrei fyrirskipað morðið á Khashoggi. Síðar komst bandaríska leyniþjónustan, CIA, að því að MBS hefði skipulagt morðið. Bandaríkin og Bretland, sem teljast til bandamanna Sáda, voru fljót að sópa málinu undir teppið. Eflaust spila olíuauðæfi landsins þar stóran þátt. Hatice Cengiz, verðandi eiginkona Khashoggi áður en hann var myrtur, hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter um málið. Hefur hún beðið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að koma í veg fyrir kaup MBS á Newcastle. Hatice Cengiz, the fiancee of murdered journalist Jamal Khashoggi, has written an emotional plea to Newcastle United fans, urging them not to support a proposed Saudi takeover of their football clubhttps://t.co/F5d5GjlACo— Middle East Eye (@MiddleEastEye) May 13, 2020 „Það sem hefur skaðað orðspor Sádi-Arabíu hvað mest er morðið á Jamal. Það rústaði mannorði MBS og hann er að reyna lagfæra það með samningum sem þessum,“ sagði Cengiz í viðtali við The Athletic og á þar við kaup MBS á enska úrvalsdeildarfélaginu. „Síðan að Jamal var drepinn þá hafa mörg fyrirtæki og lönd ekki viljað stunda viðskipti við Sádi-Arabíu vegna þeirra eftirmála sem gætu fylgt í kjölfarið. Með kaupunum á liði eins og Newcastle er MBS að kaupa sér lögmæti og virðingu í alþjóðasamfélaginu. Honum yrði hampað fyrir að bjarga liði sem hefur átt í vandræðum,“ sagði Cengiz einnig í viðtalinu. Væri það ekki einsdæmi en síðustu tvo áratugi eða svo hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem eiga landamæri að Sádi-Arabíu, eytt gífurlegum fjármunum í að bæta ímynd landa sinna þar sem mannréttindi hafa ekki beint átt upp á pallborðið. Árið 2005 opnaði Aspire Akademían í Katar, voru Pele og Diego Maradona viðstaddir er hún opnaði. Katar mun halda HM í knattspyrnu 2022 en undirbúningur þeirra keppni hefur verð harkalega gagnrýndur fyrir brot á almennum réttindum verkamanna. Sjá einnig: Þrælar láta lífið fyrir HM í Katar Fjárfestingarsjóður frá Katar keypti franska liðið Paris Saint-Germain ásamt því að stofna sjónvarpsstöðina beIN Sports. Þá hafa ríkisrekin fyrirtæki, á borð við Qatar Airways, fengið sinn skerf af athygli þökk sé góðum auglýsingasamningum. Qatar Airwaves var til að mynda framan á treyjum Börsunga um árabil.Joan Valls/Getty Mansour Al-Nahyan, frændi MBS, keypti enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City og gerði það að einu stærsta knattspyrnuliði í heimi. Þá verður keppt í Formúlu 1 í Qiddiya frá og með árinu 2023. Það virðist sem MBS hafi ákveðið að fara sömu leið í von um að afvegaleiða umræðuna varðandi Sádi-Arabíu. Það hljómar ekki svo illa að eyða milljörðum í verkefni sem þessi en eflaust væri hægt að nýta peningana betur heima fyrir. Skoðanafrelsi er ekki við lýði í Sádi-Arabíu og aftökur eru daglegt brauð. Á síðasta ári voru 184 teknir af lífi, þar á meðal 37 á einum og sama deginum. Sjá einnig: Metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu MBS hefur þó gert sitt í að reyna bæta ímynd landsins út á við. Kvikmyndahús hafa verið opnuð á ný, tónleikahald er orðið reglulegt og ýmsir íþróttaviðburðir hafa verið haldnir undanfarin ár. Þá hafar réttindi kvenna aukist, konur mega nú sækja um vegabréf og ferðast án leyfis karlkyns ættingja sem og læra að keyra og mæta á fótboltaleiki. Á sama tíma og réttindi kvenna voru aukin í landinu ku MBS hafa fyrirskipað handtökur og jafnvel pyntingar á öllum þeim sem fjölluðu illa um stjórn MBS. Sjá einnig: Kvenréttindakonur dregnar fyrir dóm í Sádi-Arabíu Á tíma sínum sem varnarmálaráðherra mun MBS hafa veirð á bakvið hroðalegar hernaðar aðgerðir Sáda í Yemen árið 2015 sem leiddu til þess að tugir þúsunda lágu í valnum og nær allir íbúar landsins lifðu við sultarmörk. Það er því nokkuð ljóst að möguleg kaup MBS á Newcastle verða alltaf umdeild sem og ástæðan fyrir kaupunum. Að gagnrýna stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins sem eru spenntir fyrir bjartari tímum er erfitt. Félagið hefur verið svelt fjárhagslega undanfarin ár og nú loks virðist sem félagið geti stefnt á efri hluta töflunnar. Hvort þeim sé sama að verðandi eigandi liðsins hafi staðið á bakvið fjöldan allan af morðum og pyntingum verður einfaldlega að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sheikinn reyndi að kaupa Liverpool áður en hann keypti Man. City Liverpool og Manchester City hafa barist um enska titilinn síðustu ár en nú er komið í ljós að eigendur City vildu frekar eignast Liverpool á sínum tíma. 15. maí 2020 09:30 Mun milliríkjadeila koma í veg fyrir sölu Newcastle United? Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United. 23. apríl 2020 18:30 Stefnir í miklar breytingar hjá Newcastle United á næstunni Það stefnir í miklar breytingar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United á næstunni. 18. apríl 2020 23:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Mohammed bin Salman, verðandi eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United lét myrða blaðamanninn Jamal Kashoggi segir bandaríska leyniþjónustan, CIA. Sjá einnig: Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Breski blaðamaðurinn James Montague skrifaði ítarlega grein fyrir The Athletic um möguleg kaup Bin Salman á Newcastle United en mannréttindasamtökin Amnesty International hafa mótmælt kaupunum. En að Bin Salman - eða einfaldlega MBS - og morðinu á Khashoggi. Vísir fór ítarlega í málið á sínum tíma. Khashoggi var myrtur á dularfullan hátt og lík hans fannst aldrei. Jamal Khashoggi er einn margra blaðamanna sem hafa týnt lífinu undanfarin ár.Vísir/Getty Khashoggi var mikilsvirtur blaðamaður í Sádi-Arabíu sem var á árum áður hliðhollur konungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu. Á einhverjum tímapunkti fór sambandið að súrna og í kjölfarið hóf Khashoggi að gagnrýna stefnu MBS harðlega. Krónprinsinn var ekki mikið fyrir gagnrýni og fangelsaði nær alla sem gerðust svo djarfir að gagnrýna hann og stefnu ríkisstjórnar hans. Þar má nefna blaðamenn, menntafólk og feminísta. Khashoggi flúði á endanum til Bandaríkjanna þar sem hann óttaðist um líf sitt. Þar fór hann að vinna fyrir Washington Post. Það var svo haustið 2018 sem hann fór til Tyrklands til að vera viðstaddur ráðstefnu ásamt því að hann samþykkti að mæta í viðtal. Það var svo 2. október 2018 sem Khashoggi var myrtur eftir að hafa farið inn í sendiráð Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Þar beið hans fimmtán manna aftökusveit sem gekk í skrokk á Khashoggi, sprautaði hann með lyfjum og kyrkti hann áður en þeir söguðu lík hans niður í búta. Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Yfirvöld Sádi-Arabíu þvertóku fyrir að hafa skipulagt morðið og sögðu að útsendarar leyniþjóstunnar hefðu framið ódæðið í óþökk yfirvalda. Alls voru ellefu menn dregnir fyrir dómstóla vegna morðsins, þar af voru þrír dæmdir til fangelsisvistar og fimm dæmdir til dauða. Þeir sjö sem sluppu voru allir tengdir innsta hring MBS áður en Khashoggi var myrtur. Að lokum axlaði MBS ábyrgð á morðinu en sagði að hann hefði aldrei fyrirskipað morðið á Khashoggi. Síðar komst bandaríska leyniþjónustan, CIA, að því að MBS hefði skipulagt morðið. Bandaríkin og Bretland, sem teljast til bandamanna Sáda, voru fljót að sópa málinu undir teppið. Eflaust spila olíuauðæfi landsins þar stóran þátt. Hatice Cengiz, verðandi eiginkona Khashoggi áður en hann var myrtur, hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter um málið. Hefur hún beðið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að koma í veg fyrir kaup MBS á Newcastle. Hatice Cengiz, the fiancee of murdered journalist Jamal Khashoggi, has written an emotional plea to Newcastle United fans, urging them not to support a proposed Saudi takeover of their football clubhttps://t.co/F5d5GjlACo— Middle East Eye (@MiddleEastEye) May 13, 2020 „Það sem hefur skaðað orðspor Sádi-Arabíu hvað mest er morðið á Jamal. Það rústaði mannorði MBS og hann er að reyna lagfæra það með samningum sem þessum,“ sagði Cengiz í viðtali við The Athletic og á þar við kaup MBS á enska úrvalsdeildarfélaginu. „Síðan að Jamal var drepinn þá hafa mörg fyrirtæki og lönd ekki viljað stunda viðskipti við Sádi-Arabíu vegna þeirra eftirmála sem gætu fylgt í kjölfarið. Með kaupunum á liði eins og Newcastle er MBS að kaupa sér lögmæti og virðingu í alþjóðasamfélaginu. Honum yrði hampað fyrir að bjarga liði sem hefur átt í vandræðum,“ sagði Cengiz einnig í viðtalinu. Væri það ekki einsdæmi en síðustu tvo áratugi eða svo hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem eiga landamæri að Sádi-Arabíu, eytt gífurlegum fjármunum í að bæta ímynd landa sinna þar sem mannréttindi hafa ekki beint átt upp á pallborðið. Árið 2005 opnaði Aspire Akademían í Katar, voru Pele og Diego Maradona viðstaddir er hún opnaði. Katar mun halda HM í knattspyrnu 2022 en undirbúningur þeirra keppni hefur verð harkalega gagnrýndur fyrir brot á almennum réttindum verkamanna. Sjá einnig: Þrælar láta lífið fyrir HM í Katar Fjárfestingarsjóður frá Katar keypti franska liðið Paris Saint-Germain ásamt því að stofna sjónvarpsstöðina beIN Sports. Þá hafa ríkisrekin fyrirtæki, á borð við Qatar Airways, fengið sinn skerf af athygli þökk sé góðum auglýsingasamningum. Qatar Airwaves var til að mynda framan á treyjum Börsunga um árabil.Joan Valls/Getty Mansour Al-Nahyan, frændi MBS, keypti enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City og gerði það að einu stærsta knattspyrnuliði í heimi. Þá verður keppt í Formúlu 1 í Qiddiya frá og með árinu 2023. Það virðist sem MBS hafi ákveðið að fara sömu leið í von um að afvegaleiða umræðuna varðandi Sádi-Arabíu. Það hljómar ekki svo illa að eyða milljörðum í verkefni sem þessi en eflaust væri hægt að nýta peningana betur heima fyrir. Skoðanafrelsi er ekki við lýði í Sádi-Arabíu og aftökur eru daglegt brauð. Á síðasta ári voru 184 teknir af lífi, þar á meðal 37 á einum og sama deginum. Sjá einnig: Metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu MBS hefur þó gert sitt í að reyna bæta ímynd landsins út á við. Kvikmyndahús hafa verið opnuð á ný, tónleikahald er orðið reglulegt og ýmsir íþróttaviðburðir hafa verið haldnir undanfarin ár. Þá hafar réttindi kvenna aukist, konur mega nú sækja um vegabréf og ferðast án leyfis karlkyns ættingja sem og læra að keyra og mæta á fótboltaleiki. Á sama tíma og réttindi kvenna voru aukin í landinu ku MBS hafa fyrirskipað handtökur og jafnvel pyntingar á öllum þeim sem fjölluðu illa um stjórn MBS. Sjá einnig: Kvenréttindakonur dregnar fyrir dóm í Sádi-Arabíu Á tíma sínum sem varnarmálaráðherra mun MBS hafa veirð á bakvið hroðalegar hernaðar aðgerðir Sáda í Yemen árið 2015 sem leiddu til þess að tugir þúsunda lágu í valnum og nær allir íbúar landsins lifðu við sultarmörk. Það er því nokkuð ljóst að möguleg kaup MBS á Newcastle verða alltaf umdeild sem og ástæðan fyrir kaupunum. Að gagnrýna stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins sem eru spenntir fyrir bjartari tímum er erfitt. Félagið hefur verið svelt fjárhagslega undanfarin ár og nú loks virðist sem félagið geti stefnt á efri hluta töflunnar. Hvort þeim sé sama að verðandi eigandi liðsins hafi staðið á bakvið fjöldan allan af morðum og pyntingum verður einfaldlega að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sheikinn reyndi að kaupa Liverpool áður en hann keypti Man. City Liverpool og Manchester City hafa barist um enska titilinn síðustu ár en nú er komið í ljós að eigendur City vildu frekar eignast Liverpool á sínum tíma. 15. maí 2020 09:30 Mun milliríkjadeila koma í veg fyrir sölu Newcastle United? Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United. 23. apríl 2020 18:30 Stefnir í miklar breytingar hjá Newcastle United á næstunni Það stefnir í miklar breytingar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United á næstunni. 18. apríl 2020 23:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Sheikinn reyndi að kaupa Liverpool áður en hann keypti Man. City Liverpool og Manchester City hafa barist um enska titilinn síðustu ár en nú er komið í ljós að eigendur City vildu frekar eignast Liverpool á sínum tíma. 15. maí 2020 09:30
Mun milliríkjadeila koma í veg fyrir sölu Newcastle United? Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United. 23. apríl 2020 18:30
Stefnir í miklar breytingar hjá Newcastle United á næstunni Það stefnir í miklar breytingar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United á næstunni. 18. apríl 2020 23:00