Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 13:25 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53