Viðurkennir mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2020 17:00 Ósáttir leikmenn Atlético Madrid hópast að Mark Clattenburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir fjórum árum. getty/Clive Rose Enski dómarinn Mark Clattenburg viðurkennir að hafa gert mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2016 þar sem Madrídar-liðin Real og Atlético mættust. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid vann í vítaspyrnukeppni, 5-3. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik. Clattenburg segir að markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. „Real Madrid var 1-0 yfir í hálfleik vegna marks sem var tæp rangstaða. Við áttuðum okkur á því í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu,“ sagði Clattenburg. „Snemma í seinni hálfleik gaf ég Atlético vítaspyrnu. Pepe [leikmaður Real Madrid] var æfur og sagði við mig að þetta væri ekki víti. Þá sagði ég við hann að fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Þá þagnaði hann. Þetta hljómar kannski skringilega því tvær rangar ákvarðanir samsvara ekki einni réttri. Dómarar hugsa ekki þannig en leikmenn gera það. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta við Pepe myndi hann róast.“ Antoine Griezmann skaut í slá úr vítaspyrnunni en varamaðurinn Yannick Carrasco jafnaði fyrir Atlético ellefu mínútum fyrir leikslok. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni eins og áður sagði. Leikmenn Real Madrid skoruðu þar úr öllum sínum spyrnum og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Clattenburg dæmdi ekki bara úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 heldur einnig úrslit Evrópumótsins þar sem Portúgal vann Frakkland, 1-0. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Enski dómarinn Mark Clattenburg viðurkennir að hafa gert mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2016 þar sem Madrídar-liðin Real og Atlético mættust. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid vann í vítaspyrnukeppni, 5-3. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik. Clattenburg segir að markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. „Real Madrid var 1-0 yfir í hálfleik vegna marks sem var tæp rangstaða. Við áttuðum okkur á því í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu,“ sagði Clattenburg. „Snemma í seinni hálfleik gaf ég Atlético vítaspyrnu. Pepe [leikmaður Real Madrid] var æfur og sagði við mig að þetta væri ekki víti. Þá sagði ég við hann að fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Þá þagnaði hann. Þetta hljómar kannski skringilega því tvær rangar ákvarðanir samsvara ekki einni réttri. Dómarar hugsa ekki þannig en leikmenn gera það. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta við Pepe myndi hann róast.“ Antoine Griezmann skaut í slá úr vítaspyrnunni en varamaðurinn Yannick Carrasco jafnaði fyrir Atlético ellefu mínútum fyrir leikslok. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni eins og áður sagði. Leikmenn Real Madrid skoruðu þar úr öllum sínum spyrnum og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Clattenburg dæmdi ekki bara úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 heldur einnig úrslit Evrópumótsins þar sem Portúgal vann Frakkland, 1-0.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira